Sonett

Sæktu Sonett!

Um verkefnið

Þýska fjölskyldufyrirtækið Sonett hefur verið í fararbroddi í framleiðslu á náttúrulegum hreinlætisvörum frá árinu 1977. Síðan þá hefur Sonett staðið þrifavaktina allan sólarhringinn og nú var komið að okkur að endurgjalda greiðann. Rétt eins og þörf krefur á hverju heimili tókum við smá hreingerningu fyrir þetta öfluga vörumerki með nýrri og (ó)smekklegri herferð.

Markmið

Þegar kaffi sullast á borðið eða krakkarnir hlaupa inn á skítugum skóm eftir leikskólann vildum við að Sonett yrði fyrsta viðbragðið við óhreinindum. Hreinsivörurnar voru nú þegar þekktar innan ákveðins neytendahóps en meginmarkmiðið var að ná til breiðari markhóps með því að auka sýnileika og vörumerkjavitund Sonett á Íslandi.

Hönnun

Haldið var áfram að vinna með einkennisliti Sonett sem endurspegla náttúruleg gildi og sjálfbæra sýn vörumerkisins en með nýrri og nútímalegri framsetningu. Myndefnið fangaði hversdagsleg atvik þar sem óhreint leirtau, spor á gólfinu og kám eftir klístraða fingur voru alltumlykjandi en það kom ekki að sök, Sonett sá um að þrífa upp eftir allan hamaganginn.

Niðurstaða

Sullumall er ekki vandamál með Sonett.

Sonett er fyrsta viðbragðið við óhreinindum.

Hér&Nú
Hér&Nú

Útvarp

Sólrún Diego las útvarpsauglýsingarnar með sinni hreinu og tæru rödd.

Það má alveg skvetta í sig inn á milli og út fyrir ef svo óheppilega vill til. Sonett sér um allt sull.

Skoðaðu næsta verkefni